fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

12 ára stúlka kallar eftir réttlæti vegna morðsins á föður sínum

Pressan
Laugardaginn 21. júní 2025 16:15

Christian Bagley með dóttur sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ára gömul stúlka kallar eftir réttlæti í opnu bréfi sem hún skrifar tíu árum eftir að faðir hennar var myrtur á leið heim á feðradaginn.

Christian Bagley, 30 ára, var stunginn til bana með tveimur hnífsstungum 21. júní 2015 í Hereford á Englandi. Hann hafði verið í heimsókn hjá 19 mánaða gamalli dóttur sinni og var hann á heimleið.

Í handskrifuðu bréfi sem lögreglan í West Mercia birti í þessari viku skrifaði dóttirin, sem nú er 12 ára: 

„Að einhver taki pabba minn frá mér þegar ég var lítil er eitthvað sem aldrei er hægt að réttlæta. Ég fékk aldrei tækifæri til að kynnast honum. Það er tómleiki innra með mér, sem ætti ekki að vera, vegna þess að einhver myrti pabba minn. Þetta tómarúm innra með mér mun alltaf vera til staðar. Ég mun aldrei geta haldið upp á feðradag, jól eða afmæli með pabba mínum.“

„Þar sem tíu ár eru liðin frá morðinu á Bagley býður Crimestoppers upp á um 20 þúsund punda verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og sakfellingar í málinu.

„Þó að við höfum haldið áfram að rannsaka þetta mál, þá virðist áratug síðar tímabærara en nokkru sinni fyrr að ákalla almenning aftur um að hjálpa okkur að ná réttlæti fyrir dóttur Christians, móður hans og alla fjölskyldu hans og vini,“ sagði Gareth Lougher, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í West Mercia, í yfirlýsingu.

„Við vonum að þessi hjartnæmu skilaboð muni kalla á samvisku einhvers sem býr yfir upplýsingum,“ sagði Lougher.

„Eftir 10 ár kann hollusta og tryggð að hafa breyst,“ sagði hann. „Við vonum að hver sem er sem veit eitthvað muni gera það rétta og tala við okkur.“

Bagley var myrtur á göngustígnum Great Western Way, einnig þekktur sem The Lines. Hann hljóp að nálægri götu, Charles Witts Avenue, til að fá hjálp en lést síðar af sárum sínum.

Hnífurinn sem notaður var til að stinga hann var enn fastur í handlegg hans; lögreglan sagði að handfangið hefði brotnað af á vettvangi.

Þrátt fyrir margar handtökur í málinu á síðasta áratug, og þótt lögreglan hafi tekið þúsundir vitnaskýrslna, að því er BBC greinir frá, hefur enginn grunaður verið ákærður.

„Christian var góðhjartaðasta manneskjan sem þú myndir nokkurn tímann hitta,“ sagði móðir Bagley, Janette „Jan“ Bagley, í eigin yfirlýsingu. „Ef ég hefði verið hinum megin við vatnið, hefði hann gengið yfir það bara til að hjálpa okkur, hann elskaði dóttur sína, dóttir hans var líf hans.Vinsamlegast, einhver einhvers staðar veit eitthvað. Segðu mér af hverju þú gerðir þetta við drenginn minn.“ 

Lögreglan hvetur alla sem hafa upplýsingar til að gefa sig fram í gegnum opinbera vefsíðu þeirra eða nafnlaust í gegnum Crimestoppers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið