fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Líf eftir dauðann – Svona er að deyja

Pressan
Laugardaginn 21. júní 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum tíðina hafa margir velt því fyrir sér hvernig er að deyja og hvort eitthvað taki við að þessari jarðvist okkar lokinni. Skoðanir eru skiptar um þetta og kannski erfitt að skera úr um þetta á óyggjandi hátt. Vísindamenn við Western University og háskólann í Liege í Belgíu rannsökuðu þetta með aðstoð gervigreindar.

Samkvæmt frétt Sunday Express þá komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að flestir, sem eru nálægt því að deyja en deyja ekki, upplifi jákvæða tilfinningu í tengslum við þessa lífsreynslu. Fólkið telur sig hafa upplifað „líf eftir dauðann“. Í þessum upplifunum getur til dæmis falist að fólk sér persónu sem er tengd trú eða það upplifir tilfinningu eins og það yfirgefi líkama sinn.

Eftir reynslu af þessu tagi dregur almennt úr ótta fólks við dauðann og það hefur minni áhuga en áður á efnislegum gæðum. Þetta sama fólk hefur einnig minni þörf en áður fyrir að keppa við aðra í hinu daglega lífi og hefur minni áhuga á samfélagsstöðu sinni.

Í rannsókninni voru farnar nýjar leiðir við rannsókn á þessu efni. Gervigreindin greindi 158 texta, sem fólk sem hafði lent í því að vera við dauðans dyr, hafði skrifað. Greint var hvaða orð fólkið notaði, til dæmis „ljós“ (sem var notað í 67% tilfella) og „gott“ (sem var notað í 65% tilfella).

Í tilkynningu frá Western University segir að niðurstaðan bendi til að fólk upplifi það ekki sem neikvætt að hafa verið við dauðans dyr.

Sumir vísindamenn telja að sýnir um líf eftir dauðann séu eðlilegt fyrirbæri og ekki endilega sönnun þess að líf sé eftir dauðann.

Sam Parnia, yfirmaður bráðamóttöku- og endurlífgunardeildar LNYOU Langone School of Medicine í New York, sagði nýlega í Oz Talk að fólk lýsi oft tilfinningu um birtu, hlýju og ljós sem býður það velkomið og laðar til sín. Sumir lýsi því að þeir hafi fundið fyrir látnum ættingjum, nánast eins og þeir hafi komið til að bjóða fólkið velkomið.

„Oft segir fólk að það hafi ekki viljað koma til baka, þetta hafi verið svo þægilegt og þetta hafi verið eins og segull sem dró það til sín. Margir lýsa tilfinningu um að þeir hafi sagt skilið við líkamann og horft á lækna og hjúkrunarfræðinga vinna við líkamann.“

Hann sagði að vísindalegar skýringar væru á þessum viðbrögðum og að sýnir sem þessar sanni ekki að líf sé eftir dauðan. Líklegra sé að heilinn sé einfaldlega að fara í gegnum allt sem í honum er í leit að leið til að bjarga sér frá dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið