fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Fordæma árás Bandaríkjanna – Vanhugsuð og ábyrgðarlaus aðgerð sem brjóti gegn alþjóðalögum

Pressan
Sunnudaginn 22. júní 2025 10:59

Auglýsingaskilti í Tel Aviv þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta er þakkað fyrir sprengjuárásina í gærkvöldi/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ICAN, alþjóðleg friðasamtök fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna árásar Bandaríkjanna á Íran í gærkvöldi. ICAN hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2017 fyrir þátt sinn í samþykkt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.

„ICAN fordæmir ólögmætar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn kjarnorkustöðvum í Íran. Með því að taka þátt í árásum Ísraels eru Bandaríkin að brjóta gegn alþjóðalögum og stefna í voða vinnu alþjóðasamfélagsins við að koma böndum á útbreiðslu kjarnorkuvopna.“

Forystukona ICAN, Melissa Parke, segir:

„Með því að fylgja Ísraelum í herferð sinni gegn Íran eru Bandaríkin brotleg við alþjóðalög. Árásir eru ekki leiðin til að takast á við áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa sjálfar nýverið lýst því yfir að Íran sé ekki að vinna að smíði slíkra vopna. Hér er því um að ræða vanhugsaða og ábyrgðarlausa aðgerð sem kann að grafa undan alþjóðlegum aðgerðum sem miða að því að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna.

Bandaríkin hefðu átt að halda áfram að beita diplómatískum leiðum áður en Ísrael greip til árása. Atburðir þessir munu hvorki auka öryggi á svæðinu né í heiminum öllum. Þvert á móti. Árásir á kjarnorkustöðvar eru sérstaklega bannaðar með alþjóðalögum enda fylgir þeim mikil hætta vegna geislavirkni sem getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir fólk og náttúru. Hernaðinum verður að linna og samningaleiðin að taka við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið