fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Foreldrarnir héldu að níu ára sonurinn væri bara þreyttur – Síðan kom niðurstaðan

Pressan
Sunnudaginn 22. júní 2025 07:30

Kúlan sést hér í höfði drengsins. Mynd:Hadassah Medical Centre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhyggjufullir foreldrar fóru á Hadassah Medical Centre í Ísrael með níu ára son sinn sem var svo þreyttur og með höfuðverk en það var mjög ólíkt honum. Læknar skoðuðu hann og sáu að hann var með lítið sár og blóð á höfðinu. Sneiðmyndir voru því teknar af höfði hans og þá kom ástæðan fyrir höfuðverknum í ljós.

Samkvæmt frétt Times of Israel þá sat byssukúla föst í höfði drengsins. Hann hafði verið skotinn í höfuðið þegar Eid al-Adha var fagnað. Foreldrar hans höfðu ekki veitt því athygli frekar en drengurinn sjálfur.

Lögreglan hefur nú hafið rannsókn á málinu. Guy Elor, taugalæknir, fjarlægði kúluna. Hann staðfesti í samtali við The Times of Israel að foreldrar drengsins hafi ekki vitað af kúlunni í höfði hans. Hann sagðist undrandi á að drengurinn hafi lifað þetta af og hafi ekki hlotið varanlegt mein af þessu.

Kúlan sem var fjarlægð úr höfði drengsins. Mynd:Hadassah Medical Centre

Rannsókn sýndi að drengurinn var skotin í hliðina á höfðinu og að kúlan hafði farið í gegnum heilann og stöðvast í hnakkanum. Hann var skorinn upp tveimur klukkustundum eftir að hann kom á sjúkrahúsið og tókst aðgerðin vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið