fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Sjáðu vægast sagt smeðjuleg skilaboð sem framkvæmdastjóri NATO sendi Trump í dag – „Kæri Donald. Til hamingju“

Pressan
Þriðjudaginn 24. júní 2025 17:05

Rutte og Trump, sem eru ekki feðgar í raun og veru. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri NATO sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta vægast sagt smeðjuleg skilaboð í dag, en þar þakkar Mark Rutte forsetanum fyrir að hafa aukið öryggi í Evrópu með aðgerðum sínum í Íran og með því að þvinga Evrópuþjóðir til að auka útgjöld til varnarmála.

Skilaboðin hafa vakið töluverða athygli en samkvæmt BBC hefur NATO staðfest að skilaboðin, sem Trump deildi sjálfur á samfélagsmiðlum, séu raunveruleg.

„Herra forseti, kæri Donald. Til hamingju og takk fyrir afdráttarlausar aðgerðir í Íran sem voru sannarlega einstakar og nokkuð sem enginn annar þorði að gera. Þetta hefur gert okkur öll öruggari. Þú átt svo í vændum annan stórsigur í Haag í kvöld. Það var ekki auðvelt, en okkur tókst að fá alla til að samþykkja 5 prósent! Donald, þú hefur leitt okkur að virkilega, virkilega mikilvægum tímamótum fyrir Ameríku, Evrópu og heiminn. Þú munt ná árangri sem ENGINN bandarískur forseti hefur náð áratugum saman. Evrópa mun BORGA, eins og hún á að gera og það er þinn sigur. Góða ferð og sjáumst í kvöld í kvöldverði hans hátignar!“

BBC rekur að margir leiðtogar hafi gripið til smjaðurs í samskiptum sínum við forseta Bandaríkjanna, þó svo að þeir kæri sig líklega ekkert um að fleðulætin séu birt á opinberum vettvangi. Engu að síður hafi Rutte gengið nokkuð langt í skilaboðunum, sem séu vægast sagt uppskrúfuð. Eins hafi Rutte notað hástafi til áhersluauka, í anda þess hvernig Trump tjáir sig á netinu.

Leiðtogafundur NATO hófst í hollensku borginni Haag í dag en meginmarkmið fundarins er að samþykkja viðamikla áætlun um að auka útgjöld aðildarríkjanna til varnar- og öryggismála. Hollensku konungshjónin hafa boðið Evrópuleiðtogum í kvöldverð og þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. Formlegur fundur leiðtoganna fer svo fram í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið