fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Hætti með kærustunni en fékk áfall þegar hann sá hvað beið hans nokkrum dögum síðar

Pressan
Mánudaginn 23. júní 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að 42 ára karlmanni í Waco í Texas hafi brugðið fyrir skemmstu þegar hann kom heim til sín og sá gjafapakka frá verslunarkeðjunni Bath & Body Works við útidyrnar.

Maðurinn hafði nokkrum dögum áður slitið trúlofun sinni eftir að hafa rifist heiftarlega við unnustu sína og því bjóst hann kannski alveg eins við því að pakkinn væri frá henni – sem reyndist rétt. Innihaldið kom honum hins vegar í opna skjöldu.

Þegar hann opnaði pakkann blasti við mynd af fyrrverandi unnustunni, hinni 36 ára Kristin Marie Spearman, þar sem hún hélt á einhverju sem virtist vera hjúskaparvottorð. Þegar betur var að gáð reyndist það rétt; vottorðið var undirritað af presti sem hafði „gefið þau saman“ og í laganna skilningi voru þau því orðin hjón.

Í pakkanum var svo miði sem á stóð: „Þú ættir kannski að hringja í eiginkonu þína.“

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að konan hafi átt erfitt með að sætta sig við sambandsslitin og sannfærði hún prest um að framkvæma vígslu og staðfesta hjónabandið án þess að brúðguminn væri viðstaddur. Presturinn féllst á þetta og var þetta allt saman skráð hjá sýslumanninum á svæðinu.

Kory Martin, lögreglustjóri á svæðinu, segir við KWKT að parið hafi sótt um hjúskaparleyfi þann 2. júní síðastliðinn. Maðurinn virðist hafa fengið bakþanka því hann sleit trúlofuninni nokkrum dögum síðar í kjölfar rifrildis. Það var svo þann 13. júní að pakkinn beið mannsins.

Kristin hefur nú verið ákærð fyrir umsáturseinelti og gæti hún átt fangelsisdóm yfir höfði sér.

Í frétt KXXV er síðan rætt við prestinn sem framkvæmdi vígsluna, Lavontis Williams, og segir hann að Kristin hafi verið góð vinkona hans. Hún hafi sannfært hann um að sambandið væri raunverulegt og báðir aðilar væru búnir að samþykkja hjónabandið.

Lavontis segist vera jafn miður sín og maðurinn nú þegar sannleikurinn er kominn í ljós, þetta hafi bæði verið „sársaukafull“ og „niðurlægjandi“ upplifun. Segist hann ætla að greiða fyrir ógildingu hjónabandsins úr eigin vasa en það mun kosta um 350 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið