fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Ný lög í Texas kveða á um að Boðorðin tíu verði að vera sýnileg í öllum skólastofum

Pressan
Þriðjudaginn 24. júní 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framvegis verða allir almenningsskólar í Texas að vera með  Boðorðin tíu sýnileg í skólastofum. Kveðið er á um þetta í nýjum lögum sem ríkisþingið samþykkti og Greg Abott, ríkisstjóri, hefur staðfest.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að reiknað sé með að tekist verði á um lögin fyrir dómstólum því margir telji þau brjóta gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um aðskilnað ríkis og kirkju.

Svipuð lög voru sett í Louisiana en alríkisdómstóll kvað upp úr um það á föstudaginn að þau brjóti gegn stjórnarskránni. Svipuð lög hafa einnig verið sett í Arkansas og er nú tekist á um þau fyrir alríkisdómstóli.

Candy Nobel, sem var meðal flutningsmanna frumvarpsins í ríkisþingi Texas, sagði að markmiðið með því sé að tengja saman það sem er sögulega og réttarfarslega mikilvægt fyrir bandarísku þjóðina.

Boðorðalögin eru meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til, aðallega í ríkjum þar sem Repúblikanar ráða ríkjum, til að reyna að koma trúarbrögðum inn í bandaríska skóla.

Þing Texas samþykkti einnig lög sem heimila fræðsluumdæmum að heimila starfsfólki skóla og nemendum þeirra að fara til bæna eða lesa trúarlega texta á skólatíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið