fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Matur

Sædís leitaði ráða við pítsavandamáli: „Get ég gert eitthvað svo þetta gerist ekki eða er þetta dauðadæmt?“ – Sjáið svörin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 19:00

Illa farið með góða pítsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sædís Hrönn leitaði ráða hjá meðlimum í hópnum Matartips! á Facebook þar sem er að finna aragrúa af fróðum matgæðinum. Vandamálið sem Sædís glímdi við er eflaust vandamál sem margir hafa staðið frammi fyrir – að baka pítsu á pítsagrind úr IKEA og botninn á pítsunni festist við, sama hvort grindin er smurð eða dustuð með hveiti.

„Keypti svona pizzagrindur í IKEA um daginn en pizzan festist alltaf við grindina þótt ég noti fullt af hveiti/maískurli undir botnin. Get ég gert eitthvað svo þetta gerist ekki eða er þetta dauðadæmt?“ skrifaði Sædís.

Það stóð alls ekki á svörunum hjá Matartips-liðum, en margir hverjir voru með það alveg á hreinu hvernig á að forðast þetta vandamál.

„Henda grindunum á kolagrill og láta þær brenna duglega,“ skrifar inn tipsari, en einhverjir benda á að það sé líka hægt að brenna þær í ofni.

„Settu hana bara í ofninn og brenndu hana í klukkutíma. Mín var góð eftir það.“

Annað gott ráð sem matgæðingar hafa er að alls ekki þvo grindina fyrir eða eftir notkun. Einn Matartips-ari í raun fer yfir pítsugerðarferlið frá A til Ö fyrir Sædísi, og alla hina.

Ægilega leiðinlegt vandamál.

„Á fjórar svona grindur….. elska þær og nota á hverju einasta föstudagskvöldi. Til að byrja með má alls ekki þvo þær. Hvorki fyrir né eftir notkun. Fyrir fyrstu notkun hef ég sett þær inn í ofninn og látið þær hitna með ofninum. En baka pizzu alltaf á 250°c (ofninn kemst ekki hærra) og í neðstu grind. Fletur út degið og hefur vel af hveiti á því. Óþarfi samt að drekkja botninum í hveiti. Svo þarf að passa þegar degið er sett á að það komi hvergi gat, þá getur botninn fest við. Þegar pizzan er tilbúin er gott að banka henni létt í borðið þegar hún er tekin út og þá rennur hún ljúft af.“

Einhverjir hafa haldið því fram í færslunni að nauðsynlegt sé að nota smjörpappír til að baka pítsuna. Það er algengur misskilningur eins og einn tipsari bendir á.

„Ef þú notar smjörpappir þá er tilgangurinn með grindinni farinn. Hitinn á að fara beint á botninn eins og á pizzastöðunum.“

Þá vitum við það! Takk Matartips!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa