fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Óvenjuleg ástar- og fjölskyldusaga – Samkynhneigð, afkvæmi rænt og afskipti utanaðkomandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. september 2018 07:18

Mörgæsir í dýragarðinum í Óðinsvéum. Mynd:Odense Zoo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari óvenjulegu ástar- og fjölskyldusögu koma samkynhneigt par, gagnkynhneigt par og afkvæmi þess, brottnám afkvæmisins og deilur um það og starfsmaður dýragarðsins aðallega við sögu. Dramað átti sér stað í dýragarðinum í Óðinsvéum í Danmörku og hefur vakið töluverða athygli heimspressunnar enda bæði óvenjulegt og fallegt og endaði vel.

Allt hófst þetta fyrr í mánuðinum þegar mörgæsaunga var rænt frá foreldrum sínum.

„Þetta hófst í gær. Þegar ég kom til vinnu sá ég að eitthvað mikið var að. Annað foreldraparið var horfið og unga þess hafði einfaldlega verið rænt. Það var annað par, samkynhneigðir karlfuglar, sem höfðu rænt honum og stóðu með hann.“

Sagði Sandie Hedegård Munck, dýragæslukona, í samtali við Danska ríkisútvarpið daginn eftir að atburðarásin hófst.

„Ég held að mamman hafi verið fjarverandi, að synda, og þá hafi karlinn átt að passa ungann. Hann hefur kannski skilið hann eftir eftirlitslausan og þá hefur karlaparið líklegast hugsað með sér að þetta væri synd og tekið ungann.“

Hún sagði að ekki væri óalgengt að mörgæsir ræni ungum enda hafi þær mikinn áhuga á eggjum og ungum.

Unginn virtist hafa það gott hjá „nýju foreldrunum“ en Munck sagðist telja að foreldrar hans myndu sakna hans.

„Ég átti von á að foreldrar hans myndu koma og heimta að fá hann aftur. En karlinn spásseraði bara um eins og hann hefði aldrei átt unga og móðirin virtist vera að leita.“

Hegðun foreldranna skipti sköpum í málinu því ef þeir virtust ekki hafa áhuga á unganum og voru ekki að leita að honum átti samkynhneigða parið að fá að halda honum.

Í myndbandinu hér fyrir neðan sést hluti af dramanum þegar sameina átti ungann og foreldra hans. En samkynhneigða parið var þó ekki skilið eftir í örvæntingu því það fékk egg sem Munck tók frá einstæðri móður sem réði ekki við að liggja á því.

https://www.facebook.com/OdenseZOO/videos/2100354073563106/

Allt endaði þetta því vel. Unginn komst aftur til foreldra sinna, samkynhneigða parið fékk egg til að hugsa um og liggja á og friður og ró ríkir á ný í aðstöðu mörgæsanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum