fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Greiði gegn greiða

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að ákvörðun Íslands um að sniðganga Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hafi  ekki verið það skammsýna frumhlaup og óheyrilega kvak í því fuglabjargi sem alþjóðastjórnmál eru, líkt og einhverjir hafa talið.

Fimm þjóðir ákváðu að styðja Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og sniðganga HM í mótmælaskyni við framgöngu Rússlands í Skripal-málinu svokallaða, þar sem efnavopni var beitt á breskri grund. Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Pólland og Japan.

Misjafnt vægi er þó á sniðgöngu þjóðanna, sem og annarra bandamanna Breta. Til dæmis voru engir ráðherrar Svíþjóðar og Danmerkur á opnunarhátíðinni í Rússlandi, en ráðherrar beggja landa sóttu þó leiki síns liðs.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafði haldið sig heima í virðingaskyni við May, en sagðist þó ætla að fara til Rússlands ef Frakkland kæmist í undanúrslit, sem og varð.

Þá er talað um að ef enska liðið kemst í úrslitaleikinn gegn Frökkum, muni pressan aukast á Theresu May því óhugsandi sé að enginn fulltrúi landsins verði viðstaddur slíkan merkisviðburð, enda ekki gefið að England nái svo langt á stórmóti. Eru meðlimir konungsfjölskyldunnar helst nefndir í því sambandi.

Orðið á götunni er að staðfesta Íslands í málinu sé ekki endilega til merkis um háttsemisprinsipp og hjartagæsku í mórölskum stuðningi við Breta, heldur einföld hagsmunagæsla í viðleitni Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra, til að gera hagstæðari fríverslunarsamning við Bretland í kjölfar Brexit. Greiði gegn greiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld