fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
FréttirPressan

Trump samdi eigin heilbrigðisvottorð að sögn læknis hans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 05:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harold Bornstein, fyrrum læknir Donald Trump Bandaríkjaforseta, var í viðtali við CNN í gær. Þar sagði hann að Trump hafi sjálfur samið textann sem stóð í heilbrigðisvottorði hans sem var lagt fram fyrir forsetakosningarnar 2016.

„Hann samdi allt vottorðið. Þetta voru ekki mín orð.“

Sagði Bornstein sem var læknir Trump í þrjá áratugi.

„Hann samdi þetta og ég sagði honum ef það var eitthvað sem hann gat ekki skrifað.“

Bornstein hafði áður haldið því fram að hann hafi samið heilbrigðisvottorðið en hefur nú breytt framburði sínum.

Í heilbrigðisvottorðinu stóð meðal annars að líkamlegt ástand Trump væri „ótrúlegt“.

„Líkamlegt ástand hans og þol er ótrúlegt. Ef hann verður kjörinn get ég svo sannarlega sagt að hann er heilbrigðasti maðurinn sem nokkru sinni hefur verið kjörinn forseti.“

Stóð í heilbrigðisvottorðinu sem Bornstein undirritaði.

Bornstein sagði einnig í viðtalinu að á síðasta ári hafi þrír „hávaxnir“ menn frá Hvíta húsinu skyndilega birst á stofu hans og stolið sjúkraskýrslum forsetans.

„Þeir ruddust inn, hræddu ritarann og ýttu sjúklingi til hliðar.“

Sagði Bornstein en þessu vísaði Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, á bug og sagði að það væri venjan að læknadeild Hvíta hússins tæki sjúkraskýrslur forsetans í sína vörslu. Hvorki Sanders né aðrir talsmenn Hvíta hússins hafa enn tjáð sig um frásögn Bornstein um að Trump hafi samið eigin heilbrigðisvottorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Í gær

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós