fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. maí 2024 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hæhæ. Þið Facebook vinir mínir sem segið að Eurovision eigi ekki að vera pólitísk, hvað segið þið núna? Ætlið þið að láta í ykkur heyra eða þaga? Eða, er kannski hægt að túlka þessa ákvörðun sem eitthvað annað en há-pólitíska? Ef Eurovision styður eða reynir að hvítþvo þjóðamorð – þá slökkvum við á Eurovision!“ segir Birgir Örn Steinarsson, tónlistarmaður, á Facebook-síðu sinni í tilefni frétta um að bannað verið að bera fána Palestínu í Eurovision-keppninni í Stokkhólmi.

Sérstök tilkynning hefur verið gefin út um þetta bann. Segir í henni að hver sá sem reyni að koma palestínskum fána eða skilti með pólitískum boðskap inn í höllina þar sem keppnin verður haldin verði stöðvaður við innganginn (Vísir.is).

Söngkonan Þórunn Antonía hefur einnig tjáð sig um málið en það gerir hún með ummælum undir færslu Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns. Helga Vala deilir frétt RÚV um málið og segir með háði: „Við skulum endilega ekki blanda pólitík í Eurovision…“

Þórunn segir: „Ástand heimsins og þeirra sem heima sitja og sussa á þá sem berjast gegn barnamorðum í beinu streymi gerir mig agndofa …… ég er hissa, vanmáttug og djúp sorgmædd yfir samkenndarleysi og réttlætingu fólks á fjöldamorðum barna og fjölskyldum þeirra.“

Aðeins verður leyfilegt að veifa þjóðfánum þeirra ríkja sem taka þátt í keppninni, auk regnbogafánans, en svo er litið á að hann feli ekki í sér pólitísk skilaboð.

Undanúrslitakvöldin í keppninni verða 7. og 9. maí og aðalkeppnin verður 11. maí. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, stígur á svið 7. maí og verður hún áttundi keppandinn.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki