fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Framboð Viktors gilt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. maí 2024 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboð Viktors Traustasonar til forseta Íslands hefur verið úrskurðað gilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn sem hafði áður úrskurðað framboðið ógilt en Viktor áfrýjaði þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndar kosningamála sem komst að þeirri niðurstöðu að veita bæri honum frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum. Ljóst er því að endanlegur fjöldi frambjóðenda í forsetakosningunum 1. júní er tólf.

Tilkynning Landskjörstjórnar er svohljóðandi:

„Landskjörstjórn kom saman klukkan 16:00 í dag á fjarfundi og úrskurðaði um gildi framboðs Viktors Traustasonar. Eftir að úrskurðarnefnd kosningamála úrskurðaði að Viktori Traustasyni bæri að fá frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum sínum veitti landskjörstjórn honum 23 tíma frest til þess að bæta úr þeim og rann sá frestur út klukkan 15 í dag.

Landskjörstjórn hefur á ný kannað þau meðmæli sem fylgdu framboði Viktors ásamt þeim lagfæringum sem gerðar voru á þeim auk þeirra meðmæla sem síðar bættust við eftir að meðmælasöfnun var opnuð að nýju á Ísland.is.

Eftir þá yfirferð hefur landskjörstjórn úrskurðað framboð Viktors Traustasonar til kjörs forseta Íslands  gilt.

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 1. júní.“

Meðan tilkynningunni er síðan birtur listi yfir frambjóðendur:

  • Arnar Þór Jónsson
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir
  • Ástþór Magnússon Wium
  • Baldur Þórhallsson
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson
  • Halla Hrund Logadóttir
  • Halla Tómasdóttir
  • Helga Þórisdóttir
  • Jón Gnarr
  • Katrín Jakobsdóttir
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
  • Viktor Traustason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann