Leonardo Ulloa er gengin til liðs við Brighton á láni en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.
Hann skrifar undir lánssamning við enska félagið, út tímabilið en hann kemur til Brighton frá Leicester.
Ulloa hefur ekki átt fast sæti í liði Leicester á þessari leiktíð og hefur aðeins komið við sögu í 4 leikjum í deildinni.
Hann hefur skorað 18 mörk í 86 leikjum með Leicester síðan hann kom til félagsins árið 2014.