Tottenham er að klára kaupin á Lucas Moura, sóknarmanni PSG.
Hann hefur verið sterklega orðaður við enska félagið, undanfarnar vikur en hann fær lítið að spila hjá PSG á þessari leiktíð.
Moura skoðaði aðstæður hjá Tottenham á dögunum í London og leist vel á en kaupverðið er talið vera í kringum 22 milljónir punda.
Samkvæmt miðlum á Englandi eru 90% líkur á því að félagaskiptin gangi í gegn áður en glugginn lokar á miðvikudaginn.
Moura yrði fyrsti leikmaðurinn sem Mauricio Pochettino fær í glugganum en Lucas hefur verið eftirsóttur af stórum liðum, undanfarin ár.