Graziano Pelle gæti verið að snúa aftur til Southampton en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Enska félagið á nú í viðræðum við Shandong Luneng í Kína en hann gekk til liðs við félagið, frá Southamptin árið 2016.
Þar hefur hann skorað 12 mörk í 37 leikjum en hann kom til Southampton frá Feyenoord árið 2014 og lék í tvö ár með liðinu.
Hann skoraði 23 mörk í 68 leikjum fyrir félagið og er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins.