Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir það í góðu lagi að Emre Can fari frítt frá félaginu næsta sumar.
Can er samningslaus í sumar og íhugar það alvarlega að fara frá félaginu.
Viðræður hafa ekkert gengið neitt sérstaklega vel en enn er þó möguleiki á að Can geri nýjan samning.
,,Hann fer ekki áður en glugginn lokar núna, Emre er ungur drenegur en hefur þróast í frábæran leikmann og er okkur mikilvægur,“ sagði Klopp en Juventus reynir að fá Can.
,,Stundum vill leikmaður bara verða samningslaus, það er ekki gott fyrir félagið en stundum verður maður að taka því.“
,,Svo lengi sem leikmaðurinn hagar sér eins og Emre þá er ekkert vesen. Hann gefur allt fyrir félagið.“