Shandong Luneng í Kína hefur áhuga á því að losa sig við Graziano Pelle framherja félagsins.
Pelle kom til Shandong Luneng sumarið 2016 frá Southampton.
Þá borgaði Shandong Luneng 12 miljónir punda fyrir hann en Pelle fær um 13,5 milljónir punda í laun á ári.
Nú segja enskir fjölmiðlar að Pelle sé á óskalista West Ham en David Moyes vill styrkja lið sitt.
Pelle þyrfti hins vegar að sætta sig við hressilega launalækkun sem gæti komið í veg fyrir þetta.