Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United byrjar aftur að æfa í vikunni en það er Mail sem greinir frá þessu.
Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli að undanförnu en hann sleit krossbönd í apríl á síðasta ári.
Zlatan var að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn þegar að það kom bakslag í meiðslin og hann hefur því verið frá í mánuð.
Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum með United á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.