Jose Mourinho stjóri Manchester United lofsyngur Scott McTominay miðjumann Manchester United.
Mourinho telur að Skotland eigi að velja McTominay í landslið sitt.
McTominay kom til United ungur að árum og er byrjaður að fá að byrja leiki.
,,Scott á skilið meira lof en hann er að fá ,“ sagði Mourinho.
,,Hann fær kannski ekki hrósið af því að hann er bara venjulegur strákur.“
,,Venjuleg klipping, ekki nein húðflúr, ekur ekki um á dýrum bíl, ekki með stórt úr.“
,,Strákur með gott hugarfar sem kom til United þegar hann var tíu ára gamall.“