

Það geta flestir verið sammála um það að Mohamed Salah og Kevin de Bruyne hafa verið bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í ár.
De Bruyne hefur farið fyrir besta lið deildarinanr og staðið sig frábærlega.
Salah hefur raðað inn mörkum fyrir Liverpool á sínu fyrsta tímabili en hann kom frá Roma.
Salah hefur ógnað með hraða sínum og krafti og er ástæða þess að Liverpool er í góðri stöðu í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Hver er hins vegar leikmaður ársins? Tölfræði um þá félaga er hér að neðan.
