

Antonio Conte stjóri Chelsea er spenntur fyrir verkefninu í næstu viku gegn Barcelona.
Liðin mætast þá í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar.
,,Að vinna í deildinni og í bikarnum er mikilvægt fyrir okkar sjálfstrauast,“ sagði Conte.
,,Þetta gefur okkur tækifæri á að undirbúa okkur rétt fyrir leikinn gegn Barcelona.“
,,Að spila gegn Barcelona er mikil áskorun fyrir okkur, þetta eru leikinir sem gefa þér mikið.“
,,Við veðrum að vera klárir í að spila okkar leik, sérstaklega gegn svona liði.“