

Sænski framherjinn, Zlatan Ibrahimovic gæti spilað sinn fyrsta leik í lengri tíma á morgun.
Zlatan snéri aftur eftir langa fjarveru í nóvember og spilaði þá nokkra leiki með United.
Hann hefur hins vegar verið fjarverandi síðustu vikur.
Zlatan hefur æft með United síðustu daga og vikur og gæti komið við sögu gegn Huddersfield í bikarnum á morgun.
Þeir sem koma til greina: De Gea, Romero, Pereira, Valencia, Darmian, Jones, Lindelof, Smalling, Bailly, Rojo, Shaw, Young, Matic, Carrick, McTominay, Herrera, Pogba, Lingard, Chong, Gomes, Mata, Martial, Rashford, Sanchez, Lukaku, Ibrahimovic.