fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Fókus
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegur upplestur mun eiga sér stað í miðborginni í dag þegar lesið verður upp fyrir ketti úr sannsögulegri bók um kött! Upplesturinn er svo sannarlega líka í boði fyrir mannfólk en atburðurinn á sér stað á Kattakaffihúsinu, Bergstaðastræti 10a, kl. 16.

Helga Ólafs hefur skráð söguna Kötturinn Emil sem allir vildu eiga, en hér er á ferðinni hjartnæm saga um kött sem hvarf í heil sjö ár en endurheimti síðan fjölskyldu sína. Gerður Steinarsdóttir myndskreytti bókina.

Í kynningu frá útgefandanum, Sögum útgáfu, segir:

Kötturinn Emil hefur séð það svartara en flestir menn. Hann lifði af vetrarstorma, hungur og heimþrá – en hér liggur hann nú samt pollrólegur í sviðsljósinu á milli höfundarins Helgu Ólafs og teiknarans Gerðar Steinarsdóttur sem hafa gert bók um ótrúlega sögu hans.

Það var á köldu vetrarkvöldi að Emil hvarf sporlaust frá heimili sínu í Mosfellsbæ aðeins tveggja ára. Heimilisfólkið leitaði hans logandi ljósi en Emil fannst hvergi. Í heil sjö ár átti Emil viðburðaríkt líf langt frá fjölskyldu sinni en vonin um að þau fengju að sjá hann aftur slokknaði aldrei.

Mamma Emils, Helga Ólafs, gefur honum rödd með því að skrásetja ævintýralega sögu hans, og Gerður Steinarsdóttir teiknar hrífandi og fjörlegar myndir. Hinn litríki Emil er sjálfur hispurslaus í frásögn sinni og dregur ekkert undan!

Kötturinn Emil sem allir vildu eiga er spennandi og hjartnæm saga fyrir börn og ketti á öllum aldri.

Allir eru velkomnir á upplesturinn í dag og aðgangur ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“