fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Fókus
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Beniquez missti meira en helminginn af líkamsþyngd sinni og leið stórkostlega, en veröldin snerist á hvolf þegar hún fann hnút í handarkrikanum.

Árið 2017 var Jessica 21 árs og hafði eytt tveimur árum að léttast. Hún var 145 kíló en var þarna orðin 68 kíló. Hún gerði þetta án aðstoðar þyngdartapslyfja, í staðinn breytti hún lífsstíl sínum og mataræði.

Í samtali við Daily Mail segir Jessica að henni leið á þessum tíma eins og hún væri ósigrandi.

Hálfu ári eftir að hún náði markmiði sínu var hún að raka sig undir höndunum í sturtunni og fann hnút. Hún fékk vægt áfall og fór til læknis sem sagði henni að hafa engar áhyggjur, þetta væri bara bólginn eitill sem myndi fara að sjálfu sér.

Mánuði seinna gekkst Jessica undir aðgerð þar sem var fjarlægt tvö og hálft kíló af aukahúð. Hnúturinn var enn þarna en aftur sögðu læknarnir að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af.

Nokkrum mánuðum seinna var ákveðið að taka annað sýni þar sem hnúturinn var enn á sínum stað. Þá kom í ljós að hún var með Hodgkins-eitilæxli á fjórða stigi. Það hafði dreift sér í hinn handarkrikann, miltað og nárann.

„Ég trúði þessu ekki, ég var í áfalli. Ég var búin að leggja svo mikla vinnu á mig fyrir heilsuna og ég hélt að ástandið myndi bara skána,“ segir Jessica.

Þessi tegund af krabbameini er sjaldgæf en telst mjög meðhöndlanleg. Um 84 prósent þeirra sem greinast með það lifa lengur en fimm ár eftir greiningu.

„Ég hef hugsað mikið um þetta, og ég held ekki að þyngdartapið hafi orsakað krabbameinið, ef eitthvað þá held ég að það hafi hjálpað mér. Því hvað ef ég hefði verið áfram óheilbrigð og ekki getað barist  við krabbameinið?“

Faðir hennar var greindur með sama krabbamein þegar hann var yngri, svo hugsanlega er það arfgengt.

Jessica hefur verið í bata síðan árið 2019 eftir lyfja- og geislameðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar