fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Hefðin í enska boltanum fær kaldar kveðjur – Líklega bara einn leikur á öðrum degi jóla

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum Daily Mail Sport stefnir í að aðeins einn leikur verði spilaður í ensku úrvalsdeildinni á annan í jólum í ár. Þetta væri í fyrsta sinn í áratugi sem hefðbundinn „Boxing Day“ fótbolti myndi nánast hverfa úr dagskránni.

Ástæðan er sögð felast í þéttu leikjaprógrammi vegna stækkunar Evrópukeppna UEFA og þeirri ákvörðun að enski bikarinn (FA Cup) verði framvegis spilaður eingöngu um helgar. Þessi breyting hefur þrengt að dagatali úrvalsdeildarinnar, sem samkvæmt samningum þarf að tryggja 33 umferðir um helgi fyrir sjónvarpsréttarhafa.

Þar af leiðandi er líklegt að annar dagur jóla verði nýttyr sem hluti af lengri umferð sem nær yfir laugardag, sunnudag og mánudag, svo uppfylla megi samningsskilmálana. Engin endanleg ákvörðun hefur þó verið tekin og ekki er ljóst hvaða leikur verður valinn sem hátíðarleikur ef aðeins einn verður á dagskrá.

Úrvalsdeildin hafði lofað að birta dagskrá sjónvarpsleikja fyrir desember og janúar þann 15. október, en hún hefur enn ekki verið birt.

Á meðan munu neðri deildirnar, Championship, League One, League Two og National League halda í hefðina með heilri umferð á annan í jólum.

Síðast þegar færri en þrír úrvalsdeildarleikir fóru fram á þessum degi var árið 1982, þegar enginn leikur var spilaður. Deildin er þó bjartsýn á að hefðin snúi aftur næsta ár, þegar dagatal næstu jóla verður hagstæðara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjórir kostir sem United mun skoða eftir hörmungar Baleba um helgina

Fjórir kostir sem United mun skoða eftir hörmungar Baleba um helgina
433Sport
Í gær

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans
433Sport
Í gær

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“