
Valur vill Tarik Ibrahimagic frá Víkingi, eftir því sem fram kemur í Innkastinu á Fótbolta.net.
Danski miðjumaðurinn hefur verið mjög öflugur fyrir Víking frá því hann kom frá Vestra á miðju síðasta tímabili en ljóst er að hann myndi styrkja Val mikið.
Fram kemur að Valur vonist til að það heilli Tarik að vera boðið lykilhlutverk á Hlíðarenda.
Víkingur vann auðvitað Íslandsmeistaratitilinn á tímabilinu, sem kláraðist um helgina. Valur var lengi vel á toppnum en endaði að l0kum í öðru sæti, 12 stigum á eftir Víkingi.