fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. október 2025 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist bjartsýnn á að bæði Harry Maguire og Mason Mount verði leikfærir gegn Brighton á Old Trafford á laugardag, þrátt fyrir að þeir hafi fengið högg í sigri United á Liverpool um síðustu helgi.

Lisandro Martínez er eini leikmaðurinn sem er líklegur til að vera frá vegna meiðsla, en argentínski varnarmaðurinn er sagður nálægt endurkomu eftir að hafa aukið álag í æfingum.

„Liðið er í góðu standi,“ sagði Amorim á fréttamannafundi á Carrington á föstudag.

„Við höfum nokkrar efasemdir. Maguire og Mount fengu högg í vikunni, en ekkert alvarlegt. Við munum meta stöðuna á morgun. Licha verður ekki með, en hinir eru klárir í leik.“

Maguire, sem skoraði sigurmarkið seint á Anfield, stendur einnig frammi fyrir samningsóvissu. Samningur hans rennur út næsta sumar og frá 1. janúar má hann ræða við erlend félög um frjáls félagsskipti.

United þarf því að ákveða á næstu vikum hvort félagið bjóði varnarmanninum nýjan samning eða missa hann án endurgjalds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf