fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir miðlar eru á því að Sean Dyche hafi skotið létt Ange Postecoglou þegar hann var kynntur sem nýr stjóri Nottingham Forest.

Postecoglou var látinn fara frá Forest eftir 3-0 tap gegn Chelsea um helgina, aðeins 39 dögum eftir að hann tók við liðinu. Náði hann ekki að vinna einn einasta leik.

Forest brást hratt við og var Dyche, sem hafði verið án starfs frá því hann var rekinn frá Everton í janúar, ráðinn.

Í fyrsta viðtali sínu sem stjóri Forest sagði Dyche að hann ætlaði að leggja áherslu á árangursríkan fótbolta og eru margir á því að hann hafi skotið á Postecoglou.

„Ég hef séð nóg af tískustjórum koma og fara í þessari deild. Það snýst um að vinna leiki, ekkert annað. Langir boltar, stuttir boltar, það þarf bara að vera árangursríkt. Það fer aldrei úr tísku,“ sagði hann, en Postecoglou er þekktur fyrir djarfa spilamennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk