fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 15:30

John Terry og eiginkona hans, Toni. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögn Chelsea, John Terry, hefur tekið upp hanskann fyrir fyrrum eiganda félagsins, Roman Abramovich, og gagnrýnt hvernig komið hefur verið fram hann síðustu ár.

Abramovich, 58 ára, keypti Chelsea árið 2003 og breytti félaginu í eitt það sigursælasta í heimi á næstu tveimur áratugum. Undir hans stjórn vann liðið fimm Englandsmeistaratitla, tvo Meistaradeildarbikara og fjölda annarra titla.

Roman Abramovich er rússneskur olígarki sem hefur tapað peningum vegna stríðsins. Mynd:Getty

Eftir að stríðið milli Rússlands og Úkraínu hófst í febrúar 2022 var Abramovich þá neyddur til að selja félagið vegna tengsl hans við Vladimir Pútín, sem leiddu til þess að bresk stjórnvöld settu hann á refsiaðgerðarlista.

Salan var kláruð í maí 2022 til Todd Boehly og fjárfestingasjóðsins Clearlake Capital fyrir 2,5 milljarða punda. Fjármunirnir voru settir á frystan reikning í Bretlandi og áttu að renna til góðgerðarsamtaka sem styðja fórnarlömb stríðsins í Úkraínu en hafa enn ekki verið greiddir út.

Abramovich hefur síðan haldið sig fjarri sviðsljósinu og dregið sig úr opinberu lífi.

„Mér finnst það ógeðslegt hvernig hefur verið komið fram við hann,“
sagði Terry á beinni útsendingu The Obi One Podcast, sem fyrrverandi liðsfélagi hans John Obi Mikel stýrir.

„Það sem hann gerði í heimsfaraldrinum, þegar hann opnaði Stamford Bridge fyrir heilbrigðisstarfsfólk og bauð þeim gistingu, var frábært. Hann var yndislegur maður sem elskaði félagið okkar og tók réttu ákvörðunina þegar hann valdi Chelsea.“

Frank Lampard, John Terry og Didier Drogba
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild