fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
433Sport

Hallgrímur framlengir við KA – Boða breytingar á leikmannahópnum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. október 2025 10:00

Mynd: KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Jónasson og knattspyrnudeild KA hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning og verður Hallgrímur því áfram þjálfari meistaraflokks KA næstu tvö árin hið minnsta. KA leikur áfram í deild þeirra bestu og spennandi tímar framundan.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur KA-mönnum en ljóst er að breytingar verða á liðinu okkar og treystum við Hadda fullkomlega til að leiða félagið í þeirri vegferð. Hann hefur skipað lykilhlutverk í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan félagsins undanfarin ár og hlökkum við svo sannarlega til að halda þessu góða starfi áfram með Hadda í brúnni,“ segir á vef KA.

Haddi gekk í raðir KA fyrir sumarið 2018 en hann kom norður eftir að hafa leikið sem atvinnumaður frá árinu 2009 með liðunum GAIS, SønderjyskE, OB og Lyngby BK auk þess lék hann 16 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og gerði í þeim þrjú mörk. Haddi kom af gríðarlegum krafti inn í KA og sýndi strax hversu metnaðarfullur hann er bæði innan sem utan vallar. Það kom því ekki á óvart að Haddi kom í kjölfarið inn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks fyrir sumarið 2020, fyrst með Óla Stefáni Flóventssyni og síðar með Arnari Grétarssyni.

Haddi neyddist til að leggja skóna á hilluna fyrr en ætlunin var eftir erfið meiðsli sumarið 2020 en í framhaldi af því hefur hann lagt sig allan við þjálfunina og sótt helstu gráður á vegum UEFA. Undir lok sumarsins 2022 tók Haddi loks við sem aðalþjálfari KA og tryggði félaginu sæti í Sambandsdeild UEFA er KA endaði í 2. sæti efstudeildar.

Liðið náði frábærum árangri í evrópu sumarið 2023 er KA komst alla leið í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en tapaði loks gegn stórliði Club Brugge. Sama sumar fór liðið alla leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og nýtti þá reynslu ári síðar er Haddi stýrði liðinu til fyrsta Bikarmeistaratitils í sögu KA sumarið 2024. Haddi var eðlilega kjörinn þjálfari ársins hjá félaginu fyrir þennan glæsilega árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Síðasti kaflinn á ferli Giroud

Síðasti kaflinn á ferli Giroud
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útiloka ekki sölu í janúar – Spænsku risarnir vilja slást við Liverpool

Útiloka ekki sölu í janúar – Spænsku risarnir vilja slást við Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skilaboð Amorim til leikmanna United á laugardag vekja athygli enskra blaða

Skilaboð Amorim til leikmanna United á laugardag vekja athygli enskra blaða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja leggja blessun sína yfir áfengi á íþróttaviðburðum á Íslandi – Rætt um helgina og vilja þessi viðmið

Vilja leggja blessun sína yfir áfengi á íþróttaviðburðum á Íslandi – Rætt um helgina og vilja þessi viðmið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rooney verulega óhress með Gerrard og ummæli hans í vikunni

Rooney verulega óhress með Gerrard og ummæli hans í vikunni