fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Pressan

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Pressan
Laugardaginn 11. október 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristen Hogan, 33 ára kona í Connecticut í Bandaríkjunum, var handtekin á dögunum vegna gruns um að hafa ætlað að ráða fráfarandi eiginmann sinn af dögum.

Atvikið átti sér stað í ágúst þegar eiginmaður Kristen – sem ekki hefur verið nafngreindur í bandarískum fjölmiðlum – hélt matarboð fyrir fjölskyldu og vini.

Nokkrum dögum síðar drakk hann afgangs vín úr veislunni en veiktist alvarlega strax í kjölfarið. Var það móðir hans sem fann ringlaðan eftir símtal seint um kvöld og flutti hann undir læknishendur.

Hann var lagður inn á sjúkrahús með einkenni sem læknar tengdu við eitrun af völdum ethylene glycol – efni sem yfirleitt finnst í frostlegi.

Við rannsókn málsins kom í ljós að Hogan hafði leitað á netinu að upplýsingum um banvæna skammta af efninu nokkrum vikum fyrir atvikið. Hún viðurkenndi síðar í skýrslutöku að hafa sett eitrið í vínið, en hélt því fram að hún hefði aðeins ætlað að gera hann veikan í hefndarskyni fyrir meint andlegt ofbeldi hans. Markmiðið hefði ekki verið að drepa hann.

Hogan viðurkenndi einnig að hafa áður blandað sama efni í te eiginmannsins, en þau eru skilin að borði og sæng.

Fórnarlambið sagði hins vegar við lögreglu að hann teldi að tilgangur hennar hefði verið að komast yfir hús þeirra og fá fullt forræði yfir barninu þeirra. Að sögn Fox News hafði Hogan aðgang að heimili mannsins og var síðasta manneskjan sem var þar áður en hann veiktist.

Verði Hogan fundin sek gæti hún átt margra ára fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nauðgari þóttist hafa framið sjálfsvíg

Nauðgari þóttist hafa framið sjálfsvíg
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bláflibbabylting í Bandaríkjunum – Unga fólkið sér ekki tilgang með háskólanámi

Bláflibbabylting í Bandaríkjunum – Unga fólkið sér ekki tilgang með háskólanámi