fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Foreldrar hvattir til að ræða við börn sín eftir svipleg dauðsföll um helgina

Pressan
Þriðjudaginn 7. október 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ungar stúlkur, aðeins 12 og 13 ára, fundust látnar ofan á lest í New York á laugardagsmorgun.

Lögregla telur að stúlkurnar hafi verið að stunda svokallað „subway surfing“ – tískufyrirbrigði sem hefur vaxið í vinsældum hjá ungu fólki.

Atvikið hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Demetrius Crichlow, forstöðumaður almenningssamgangna í borginni, hvatt foreldra og kennara til að ræða við börn og ungmenni um alvarleika slíkrar hegðunar.

Crichlow sendi samúðarkveðjur til aðstandenda stúlknanna og þeirra starfsmanna sem fundu þær. Óvíst er hvað varð stúlkunum nákvæmlega að bana.

Í frétt NBC kemur fram að það hafi færst í vöxt á undanförnum árum að ungmenni taki upp myndbönd af sér þar sem þau klifra utan á eða ofan á lestum á meðan þær eru á fullri ferð. Sex manns létust af þessum völdum í New York árið 2023 og tólf í fyrra.

Yfirvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að reyna að stöðva þessa þróun. Lögreglan hefur meðal annars notað dróna til að fylgjast með lestarteinum sem virðist hafa borið ágætan árangur. Segjast borgaryfirvöld hafa komið í veg fyrir 52 tilvik á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“