fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Frakkar brjálaðir út í Rússa eftir dráp á blaðaljósmyndara

Pressan
Mánudaginn 6. október 2025 09:30

Vladimir Putin. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar hafa hafið rannsókn á meintum stríðsglæp Rússa eftir að verðlaunaljósmyndari var drepinn í drónaárás í Úkraínu á föstudag.

Ljósmyndarinn sem um ræðir var 37 ára gamall og hét Antoni Lallican, en hann var að mynda úkraínska hermenn nálægt víglínunni í Donbas-héraði þegar árásin átti sér stað.

Úkraínskur blaðamaður, Georgiy Ivanchenko, særðist einnig í árásinni en úkraínsk yfirvöld og Emmanuel Macron Frakklandsforseti kenna Rússum um árásina.

Í fréttum franskra fjölmiðla kemur fram að Franska hryðjuverkadeildin PNAT (f. Parquet national antiterroriste) hafi tekið málið til rannsóknar. Rannsóknin beinist að meintum „stríðsglæpum“, sem samkvæmt skilgreiningu fela í sér „vísvitandi árás gegn lífi eða heilbrigði einstaklings sem nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum lögum.”

Lallican var virtur ljósmyndari sem hafði birt verk sín í virtum fjölmiðlum um allan heim.

Alþjóðasamtök blaðamanna segja að að minnsta kosti 17 blaðamenn hafi verið drepnir í Úkraínu frá því að Rússland hóf innrás sína í febrúar 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það