fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir á Everest

Pressan
Mánudaginn 6. október 2025 07:30

Everestfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir standa nú yfir á Everest-fjalli, hæsta fjalli heims, eftir óhemjumikla ofankomu um helgina. Í frétt BBC kemur fram að búið sé að koma 350 göngumönnum í skjól og er reynt að koma 200 til viðbótar til hjálpar.

Göngumennirnir voru flestir í og við dalinn Karma sem liggur að austurhluta Everest-fjalls. Mikið snjóaði á svæðinu um helgina og er talið að um þúsund göngumenn hafi setið þar fastir.

Október er jafnan vinsæll mánuður á meðal þeirra sem freista þess að sigrast á Everest, enda veðurfar yfirleitt hagstæðara en í öðrum mánuðum.

En veðrið undanfarna daga hefur verið óvenjulegt í Himalaya-fjöllunum og í Nepal hafa 47 manns látist í kjölfar aurskriða og úrhellisrigningar.

„Það var svo blautt og kalt og það var veruleg hætta á ofkólnun. Veðrið í ár er ekki eðlilegt. Leiðsögumaðurinn okkar sagðist aldrei hafa kynnst svona veðri í október. Og þetta skall á allt í einu,“ segir ónafngreindur göngumaður í viðtali við Reuters.

BBC ræddi við Geshuang Chen, 29 ára reynda göngukonu, sem lagði af stað frá Qudang-héraði á laugardag og hugðist ganga til Cho Oyu-grunnbúðanna, en það er ganga sem tekur alla jafna fimm daga. Veðurspáin gerði ráð fyrir snjókomu á laugardeginum en í gær átti að létta til og vera bjart. Hélt hópurinn hennar sig því við upphaflega áætlun.

En í fyrrinótt versnaði veðrið mjög snögglega með eldingum, hvassviðri og linnulausri snjókomu. Leiðsögumaðurinn þeirra hjálpaði til við að hrista snjó af tjöldunum og moka í kringum þau til að koma í veg fyrir að þau hrundu.

„Þegar við vöknuðum var snjórinn þegar orðinn um metri á dýpt,“ segir Chen upp og bætir við að hópurinn hefði þá ákveðið að snúa við. Aðstæður voru býsna erfiðar í gær en hópurinn komst að lokum í öruggt skjól.

„Við erum öll reyndir göngumenn,“ segir Chen. „En þetta óveður var samt ótrúlega erfitt viðureignar. Ég var ótrúlega heppin að komast heil frá þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“