Chesterfield, sem spilar í ensku D-deildinni, tilkynnti í morgun að Phil Kirk, eigandi félagsins, sé látinn. Hann var 59 ára gamall.
Kirk keypti félagið 2022 en greint var frá því í mars á þessu ári að hann væri að berjast við krabbamein. Lést hann svo um helgina eftir baráttu við veikindin.
„Það er með mikilli sorg í hjarta sem við tilkynnum að Phil Kirk, eigandi félagsins, er látinn 59 ára gamall eftir stutta baráttu við veikindi. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ segir í yfirlýsingu Chesterfield.
Þess má geta að Chesterfield komst í umspil um það að komast upp í C-deild í vor, en tapaði þar í undanúrslitum.