Napoli heldur áfram viðræðum við Manchester United um kaup á danska framherjanum Rasmus Højlund.
Heimildir Sky Sports herma að viðræðurnar gangi vel og að ítalska félagið vilji semja um lán með skuldbundnum kauprétti.
Talið er að Højlund sé mjög opinn fyrir félagaskiptunum og að viðræður við umboðsmenn hans séu hafnir.
AC Milan reyndi einnig að landa Højlund, en tilboð þeirra um lán með valkvæðum kauprétti féll ekki í kramið hjá Manchester United.
Bæði United og Højlund vilja lán og að Napoli kaupi hann svo en möguleikinn á að spila í Meistaradeildinni vegur þungt í ákvörðun leikmannsins.
Højlund var á nýjan leik ekki í leikmannahópi United sem mætti Fulham í gær.