Eberechi Eze hefur viðurkennt það að hans uppáhalds fótboltamaður hafi spilað með Arsenal á sínum tíma en það er að sjálfsögðu Thierry Henry.
Henry var í uppáhaldi hjá mörgum en Eze lék með Arsenal sem krakki og fylgdist vel með hetjunni sinni og einnig Ronaldinho hjá Barcelona.
Eze er nú genginn í raðir Arsenal á ný en hann kom til félagsins frá Crystal Palace í gær.
,,Thierry Henry var númer eitt, Henry og Ronaldinho. Það voru þeir leikmenn sem ég fylgdist með á YouTube,“ sagði Eze.
,,Þetta eru leikmennirnir sem þú fylgist með í æsku. Þeir njóta þess að spila og elska sína vinnu og eru með mikla ástríðu og það er eitthvað sem hvetur mann áfram.“
,,Þetta eru þeir menn sem ég hef litið upp til allt mitt líf.“