fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 13:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er þakklátur yfirmönnum sínum og segir að þeir séu ástæðan fyrir því að hann sé enn í starfi sem stjóri félagsins í dag.

Guardiola á gott samband við stjórn og eigendur City en er á því máli að hjá öðru félagi hefði hann mögulega fengið sparkið eftir síðasta tímabil.

City átti ekki sitt besta tímabil síðasta vetur og byrjar ekki of vel í vetur eftir 0-2 tap heima gegn Tottenham í gær.

,,Ég er ánægður með að vera hér ennþá eftir slakt tímabil. Ef ég væri ekki með þennan stjórnarformann og þennan yfirmann knattspyrnumála þá hefði ég verið rekinn,“ sagði Guardiola.

,,Úrslitin voru gríðarlega slæm en nú erum við að hefja nýtt tímabil. Við höfum fengið inn sex eða sjö nýja leikmenn síðan í desember en fótboltinn snýst um að vinna eða tapa.“

,,Næsti kafli er þetta tímabil og enginn veit hvað mun gerast. Við erum allir með vilja til að gera vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill ekki kenna markmanninum um eftir leikinn í gær: ,,Má samt ekki gerast“

Vill ekki kenna markmanninum um eftir leikinn í gær: ,,Má samt ekki gerast“
433Sport
Í gær

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Í gær

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“