Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, er gríðarlega spenntur fyrir leikmanni sem kom til félagsins í sumar.
Það er vissulega leikmaður sem Ödgaard kannast vel við en þeir léku saman hjá Real Sociedad á Spáni.
Um er að ræða miðjumanninn Martin Zubimendi sem kom til Arsenal í sumar og mun leika með Norðmanninum á miðju enska félagsins.
,,Hann hefur staðið sig gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu og ég hef spilað með honum á Spáni, ég vissi hversu góður hann var,“ sagði Ödegaard.
,,Hann getur gefið allar sendingar sem þú getur hugsað þér og brotið varnarlínuna og hann getur einnig keyrt áfram með boltann.“
,,Hann er mjög gáfaður náungi og veit hvert boltinn fer og nær honum til baka. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu.“