Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá skemmtu þeir Arne Slot og Wayne Rooney sér saman í sumarfríinu en Rooney greinir sjálfur frá.
Það var vissulega ekki planað djamm en þeir hittust á tónleikum Calvin Harris sem fóru fram á Ibiza.
Slot er stjóri Liverpool og vann titilinn á síðasta ári en Rooney er fyrrum leikmaður Manchester United og Liverpool.
Rooney er byrjaður með sitt eigið hlaðvarp og ákvað að segja stutt frá þessari sögu fyrir hlustendur.
,,Við fórum að sjá Calvin Harris og vorum á VIP svæðinu og þar fyrir framan mig var Arne Slot. Við áttum gott samtal,“ sagði Rooney.
,,Ég óskaði honum til hamingju með titilinn. Eins mikið og ég vil ekki sjá Liverpool fagna sigri þá þarf maður að sýna virðingu.“
,,Eftir það þá hlustuðum við á Calvin Harris og fengum okkur nokkra drykki.“