Manchester City gæti verið að senda tvo leikmenn til Tyrklands en þetta kemur fram í enskum miðlum.
Markvörðurinn Ederson hefur verið orðaður við Galatasaray í allt sumar og er líklegt að hann sé á förum.
Annar leikmaður City, Manuel Akanji, er einnig að kveðja að sögn enskra miða ef City samþykkir tilboð Galatasaray.
Tyrknenska félagið er tilbúið að borga 15 milljónir punda fyrir varnarmanninn sem kom til City árið 2022.
Akanji er sjálfur að íhuga tilboðið en allar líkur eru á að City sé til í að selja leikmanninn sem varð þrítugur á þessu ári.