Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur tjáð sig um undrabarnið Max Dowman sem margir hafa heyrt um í sumar og einnig síðasta vetur.
Dowman er 15 ára leikmaður Arsenal sem verður hluti af aðalliði liðsins í vetur en hversu mikið hann fær að spila er óljóst.
Stuðningsmenn Arsenal eru gríðarlega spenntir fyrir miðjumanninum en Ödegaard segir að það muni taka tíma fyrir Englendinginn að aðlagast úrvalsdeildinni.
,,Hann er toppleikmaður og gríðarlegt efni og ég held að allir hafi séð hvað hann býður upp á á undirbúningstímabilinu,“ sagði Ödegaard.
,,Ég vil ekki setja of mikla pressu á hann og gefa fólki of miklar vonir en hann þarf að vera hann sjálfur og þroskast og læra.“
,,Allir geta séð hversu hæfileikaríkur hann er og við erum hér til að styðja hann í því. Ég er viss um að hann verði frábær leikmaður fyrir okkur.“