Margir stuðningsmenn Real Madrid hafa gagnrýnt félagið eftir að hafa reynt að kaupa sér treyju með nafni Franco Mastantuono á bakinu.
Mastantuono kom til Real í sumar frá River Plate en hann er gríðarlegt efni og spilar sem miðjumaður og jafnvel framherji.
Það kostar meira fyrir stuðningsmenn að borga fyrir eftirnafn leikmannsins á treyjunni og voru margir sem vildu einfaldlega notast við ‘Franco.’
Real hefur hins vegar bannað það en ástæðan er athyglisverð og tengist fyrrum spænska einræðisherranum Francisco Franco.
Real segist einfaldlega ekki geta leyft stuðningsmönnum að kaupa treyju með því nafni á bakinu og hefur verið mjög gagnrýnt.
Önnur nöfn eins og Hitler, Lewandowski og Griezmann eru ekki í boði en nöfnin Mussolini og Stalin eru í lagi og er það eitthvað sem enginn virðist skilja.