fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

433
Laugardaginn 23. ágúst 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru í raun ótrúlegir hlutir að gerast í lífi stjörnunnar Serge Aurier sem gerði garðinn frægan með Paris Saint-Germain.

Aurier er 32 ára gamall í dag en hann er á mála hjá Persepolis í Íran í dag og kom þangað fyrr á þessu ári.

Hann hefur lítið spilað undanfarið eitt og hálft ár og var síðast á mála hjá Galatasaray í Tyrklandi og tók þátt í fjórum deildarleikjum.

Íranska knattspyrnusambandið hefur bannað Aurier að spila með Persepolis en ástæðan er að hann er talinn vera með lifrarbólgu B.

Leikmaðurinn ætti því venjulega að vera í einangrun í einn til þrjá mánuði til að losna við sýkinguna og mátti ekki taka þátt í leik gegn Fajr Sepasi á dögunum.

Íranska sambandið gaf frá sér tilkynningu varðandi Aurier og greindi frá því að hann mætti ekki æfa með sínu félagsliði og ekki láta sjá sig á æfingasvæðinu.

Hann hefur hins vegar svarað fyrir sig í Snapchat færslu og vill meina að ‘allt sé í lagi og að það sé ekkert til að greina frá.’

Aurier birti myndband af sér æfa á æfingasvæði Persepolis ásamt liðsfélaga sínum og er útlit fyrir það að hann sé þar að brjóta reglur sambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður