Chelsea vann þægilegan sigur á West Ham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Lucas Paqueta kom West Ham yfir snemma leiks en Chelsea svaraði með þremur fyrir hálfleik frá Joao Pedro, Pedro Neto og Enzo Fernandez.
Gestirnir bættu svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þar voru að verki Moises Caicedo og Trevoh Chalobah. Lokatölur 1-5.
Chelsea er með 4 stig eftir tvö leiki en West Ham er án stiga og hefur auk þess fengið á sig átta mörk.