Arsenal hefur lánað eistneska markvörðinn Karl Hein til Werder Bremen í Þýskalandi.
Hinn 23 ára gamli Hein hefur verið orðaður við nokkur lið í sumar eftir að hafa dvalið hjá Valladolid á Spáni á láni í fyrra.
Hann er ekki nálægt byrjunarliðssætinu hjá Arsenal. David Raya er aðalmarkvörður, Kepa Arrizabalaga númer tvö og Tommy Setford númer þrjú.
Hein kom til Arsenal sem táningur. Hann hefur spilað einn leik fyrir aðalliðið, í deildabikarnum tímabilið 2022-2023.
Þá á hann að baki 39 A-landsleiki fyrir hönd Eistlands.