fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 23. ágúst 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi fór fram árlegur Norðurlandafundur knattspyrnusambanda á Norðurlöndunum. Á fundinum voru framkvæmdastjórar og aðrir stjórnendur ásamt formönnum og stjórnarmeðlimum sambandanna.

Einnig var Matthias Grafström, framkvæmdastjóri FIFA, á fundinum og Stéphane Anselmo frá UEFA. Stéphane kynnti þær breytingar sem hafa orðið á Evrópukeppnum félagsliða karla og hvaða áhrif þær breytingar hafa haft á félög á Norðurlöndunum.

Það helsta sem hefur áorkast er að hver leikur hefur meira vægi, við sjáum fleiri stóra leiki fyrr í keppnunum og fleiri lið eiga möguleika á að ná langt.

Rætt var um alheimsmálin og stöðu fótboltans innan þeirra. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins hélt erindi um alþjóðamál og tengingu þeirra við fótbolta.

Að fundarhöldum loknum var gestum boðið í heimsókn á Bessastaði. Næsti Norðurlandafundur verður haldinn í Finnlandi að ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hár verðmiði og áhugi erlends risa gerir þeim erfitt fyrir

Hár verðmiði og áhugi erlends risa gerir þeim erfitt fyrir
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar