Forráðamenn Manchester United eru sagðir vonast eftir því að Tottenham reyni að klófesta Alejandro Garnacho sem vill burt frá United.
Tottenham missti af Eberechi Eze í vikunni sem hafnaði Spurs og ákvað að fara til Arsenal.
Tottenham er í leit að liðsstyrk en hingað til hefur Garnacho aðeins viljað fara til Chelsea, bláa liðið í London vill hins vegar ekki greiða uppsett verð.
Enskir miðlar segja að United vonist til þess að Tottenham komið að borðinu í þeirri von um að fá 50 milljónir punda fyrir hann.
Garnacho er 21 árs gamall en hann hafnaði samtali við Bayern á dögunum og vill bara halda áfram í enska boltanum.