fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. ágúst 2025 15:30

Hallgrímur Mar Steingrímsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild KA og Hallgrímur Mar Steingrímsson hafa ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum og framlengja hann út sumarið 2026.

KA og Grímsi skrifuðu undir tveggja ára samning sumarið 2023 en samningurinn innihélt ákvæði um þriðja árið sem hefur nú verið virkjað.

„Eru þetta ákaflega góðar fréttir enda hefur Grímsi verið einn besti leikmaður KA í sumar sem og undanfarin ár en Grímsi hefur heldur betur skrifað sögu knattspyrnudeildar KA upp á nýtt,“ segir á vef KA.

Hallgrímur er uppalinn hjá Völsung á Húsavík en kom átján ára til liðs við KA fyrir sumarið 2009. Síðan þá hefur hann verið algjör lykilmaður í liði KA og í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan liðsins síðan þá er liðið fór úr því að leika í næstefstu deild í að festa sig í sessi Bestudeildarinnar, verða Bikarmeistari og leika í Evrópu.

Hallgrímur er í dag leikjahæsti leikmaður í sögu KA með 370 leiki í deild, bikar, evrópu og meistarakeppni KSÍ en hann er einnig leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 201 leik. Ekki nóg með það að þá er Grímsi einnig markahæsti leikmaðurinn í sögu KA með 118 mörk sem og markahæsti leikmaður félagsins í efstudeild með 68 mörk. Enn eitt metið setti hann á dögunum er hann varð markahæsti leikmaður KA í Evrópu en hann hefur nú gert 4 mörk í 8 evrópuleikjum, en enginn hefur leikið fleiri evrópuleiki fyrir KA.

Á núverandi sumri hefur Grímsi leikið 24 leiki og gert í þeim 9 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert maður leiksins – Sjáðu laglegt mark hans í kvöld

Albert maður leiksins – Sjáðu laglegt mark hans í kvöld
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“